9.5 C
Selfoss

Aldís tekur við sveitarstjórn í Hrunamannahreppi

Vinsælast

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi sendi frá sér tilkynningu á Facebook síðu sinni í síðustu viku þar tilkynnt var að Aldis Hafsteinsdottir muni koma til með að taka að sér embætti sveitastjóra Hrunamannahrepps.

Aldís hefur gengt stöðu bæjarstjóra Hveragerðis sl. 16 ár og er sitjandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er þvi mikill kostur að fá til liðs við okkur slíkan reynslubolta á sveitarstjórnarstiginu.“ Segir í tilkynningunni.

„Það eru áskoranir framundan hjá sveitarfélaginu, uppbygging og sjáanleg ör íbúaþróun en á sama tíma verðbólga og háir vextir. Það var því mat okkar að fyrsti kostur væri að ræða við Aldísi og auglýsa ekki stöðu sveitastjóra ef þessi kostur gæfist.

Nýjar fréttir