0 C
Selfoss

Virkilega Frískir Flóamenn

Vinsælast

Frískir Flóamenn hafa staðið fyrir tveimur stórskemmtilegum viðburðum á undaförnum vikum.  Fyrst var haldin nýr hlaupaviðburður á föstudaginn langa en það var „Bakgarðspíslin“ sem haldin var í Hellisskógi.  Þá var hlaupin ákveðin vegalengd, 1,69km. á hverjum 15 mínútum.  Hlauparar hvíldu sig frá því þeir kláruðu vegalengdina og þar til ræst var á ný.  Þeir sem lengst fóru, hlupu 25 sinnum af stað og hlupu því samtals 42,25 km. eða heilt maraþon.  Tuttugu og einn hlaupari tók þátt og þrír hlupu allan tímann.  Þessi viðburður var haldinn með góðfúslegu leyfi sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Selfoss og heppnist mjög vel.  Veður var þokkalegt og skjólgott í skóginum að vanda.

Þann 1. Maí var síðan haldið hið árlega Stúdíó Sport hlaup.  Þá var keppt í 5 og 10 km. vegalengdum og auk þess var samhliða haldið nýtt hlaup fyrir 12 ára og yngri, Huppu-krakkahlaupið.  85 tóku þátt í lengri vegalengdunum og  um 65 börn í krakkahlaupinu.

Í 5 km. var Arnar Pétursson var fyrsti karl á tímanum 15mín og 42 sek. og Verena Karlsdóttir var fyrsta konan á tímanum 19mín og 5sek.  Í 10km hlaupinu sigruðu Hannes Björn Guðlaugsson á tímanum 38mín og 32sek. og Fríða Rún Þórðardóttir á 42mín og 45sek.  Rúmlega tuttugu starfsmenn frá Frískum Flóamönnum unnu sjálfboðavinnu við hlaupið og færum við þeim bestu þakkir fyrir sitt framlag.  Næsta verkefni hópsins er brautarvarsla í Laugavegshlaupinu þann 16. Júlí nk. en Frískir Flóamenn hafa séð um hana um árabil ásamt félögum úr Björgunarfélagi Árborgar.

Frískir Flóamenn hvetja alla áhugasama hlaupara að taka þátt í æfingum og starfi hlaupahópsins.  Æfingar eru opnar fyrir alla og án endurgjalds, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og laugardögum kl. 10 og hefjast alltaf við Sundhöll Selfoss.

Nýjar fréttir