14.5 C
Selfoss

Líf og fjör í Hveragerði

Vinsælast

Starfrækt er öflugt og skemmtilegt kvennastarf á vegum kvennanefndar GHG í Hveragerði.

Fjölmennt konukvöld var haldið föstudaginn 6. maí sl. þar sem yfir 50 konur komu saman. Fjölbreytt starf sumarsins var kynnt og nýjar konur hvattar til að ganga í klúbbinn.

Mikið fjör var á konukvöldinu, Sigga Kling stjórnaði partý bingói þar sem glæsilegir vinningar frá fyrirtækjum í Hveragerði og nágrenni voru dregnir út. Vill nefndin koma sérstöku þakklæti til allra fyrirtækjanna. Frábærar veitingar frá Veisluþjónustu Suðurlands voru í boði.

Kvennanefndin stendur fyrir skipulögðu golfi flesta mánudaga í sumar kl. 18.00 þar sem ýmis leikform og uppákomur verða á dagskrá. Starfið hefst á því að boðið verður upp á golfkennslu til að undirbúa sig fyrir sumarið. Skemmtilegt samstarf er við konur í  Golfklúbbi Selfoss, skipst verður á heimsóknum þar sem spilað verður golf og tengslin elfd. Skipulagt starf sumarsins endar með golfferð á Hellishóla, þar verður gist og spilað golf í tvo daga.

Nýjar fréttir