8.9 C
Selfoss

Stuðlabandið í lið með Knattspyrnudeild Selfoss

Vinsælast

Knattspyrnudeild Selfoss og sunnlenska ballhljómsveitin, Stuðlabandið, hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning. Meistaraflokkslið karla og kvenna munu nú bera merki Stuðlabandsins framan á keppnistreyjum sínum næstu þrjú árin.

Stuðlabandið ættu allir Sunnlendingar að þekkja en hljómsveitin er ein sú allra vinsælasta á landinu um þessar mundir. Flestir meðlimir sveitarinnar léku með yngri flokkum Selfoss í knattspyrnu og því tenging þeirra við knattspyrnuna á Selfossi sterk.

„Við erum virkilega spenntir fyrir þessu samstarfi og erum mjög ánægðir að geta tekið þátt í starfinu með þessum hætti og stutt okkar fólk næstu árin. Svo hvetjum við auðvitað alla Sunnlendinga til að fjölmenna á völlinn í sumar og taka þátt með okkur.“ segir Marinó Geir Lillendahl, trommari Stuðlabandsins.

Búningurinn var formlega frumsýndur í Mosfellsbæ í siðustu viku þar sem kvennalið Selfoss landaði öruggum sigri á Aftureldingu í 1. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu.

Mynd: Fannar Freyr Magnússon
Mynd: Fannar Freyr Magnússon
Mynd: Fannar Freyr Magnússon

Nýjar fréttir