11.7 C
Selfoss

Páll Sveinsson ráðinn skólastjóri Vallaskóla

Vinsælast

Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Vallaskóla frá og með 1. ágúst 2022. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið.

Páll hefur starfað við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 2014 sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri frá 2020. Áður starfaði hann sem grunnskólakennari við Grunnskólann í Hveragerði og Garðaskóla í Garðabæ. Hann var jafnframt forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls í Hveragerði.

Páll hefur sinnt stundakennslu við Tónmenntakennaraskor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og tónlistakennslu á slagverkshljóðfæri við m.a. Tónlistarskóla Árnesinga og Tónskóla Sigursveins.

Páll lauk B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001 og M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2015.

Nýjar fréttir