7.3 C
Selfoss

Prentmet Oddi hlýtur jafnlaunavottun

Vinsælast

Prentmet Oddi hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Prentmet Odda stenst kröfur Jafnlaunastaðalsins og með jafnlaunavottuninni hefur Prentmet Oddi öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson eigendur og forsvarsmenn Prentmet Odda tóku við skírteini þessu til staðfestingar frá Jóni Karlssyni frá vottunarstofunni Icert. Þau segja þetta vera mjög jákvætt skref í þróun fyrirtækisins sem hefur leitt til mun faglegri og markvissari vinnubragða við mat launa til þess að fylgja jafnlaunastefnunni. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf samkvæmt stefnunni.

Nýjar fréttir