6.1 C
Selfoss

Smiðjuþræðir í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Listasafn Árnesinga í Hveragerði hefur á síðastliðnu ári staðið að verkefninu Smiðjuþræðir sem er sería af listasmiðjum sem eru keyrðar út til skóla í Árnessýslu. Listasmiðjunum er stýrt af listamönnum úr ólíkum listgreinum sem eru búsettir á svæðinu og víðar. Auk þess hefur safnið tekið á móti fjölmörgum skólahópum á árinu til að fræðast um safnið og yfirstandandi sýningar. Markmið Smiðjuþráða er að bjóða grunnskólabörnum í sýslunni upp á menningartengda viðburði óháð búsetu. Verkefnið hófst árið 2020 með færanlegu smiðjunni Grasa Grafík sem Viktor Pétur Hannesson stýrði og ferðaðist til skóla með smiðjuna. Verkefnið Smiðjuþræðir hlaut svo annan styrk 2021 frá Barnamenningarsjóði sem varð til þess að verkefnið stækkaði og mögulegt var að fá fleiri listamenn til að leiðbeina fleiri smiðjum á því ári. Smiðjuþræðir hafa því farið víða á síðasta skólaári og það er von Listasafnsins að verkefnið haldi áfram að stækka og blómstra á komandi árum og verði sem fastur liður í menningarstarfi innan Árnessýslu.

Markmið Listasafns Árnesinga er að veita öflugt fræðslustarf bæði á safninu og innan skóla í Árnessýslu og að safnið sé í virku sambandi við nærsamfélagið.

 

Fréttatilkynning frá Listasafni Árnesinga

 

 

Nýjar fréttir