4.2 C
Selfoss

Pelsinn

Vinsælast

Á Íslandi er gott að eiga alltaf við hendina skjólflík fyrir háls og herðar þegar næsti kaldi gustur á leið hjá og ekki skaðar ef hún er falleg við hvað sem er.
Hér er uppskrift að einni slíkri sem er alveg dúndur mjúk og notaleg.

Garnið heitir Samara og er frá DMC og fæst í nokkrum litum. Ein dokka dugar. Notaðir eru prjónar no 9, 40 og 80 sm. Í jaðarinn er notað Merino Extra Fine 120 frá Hjertegarn og heklunál no 4. 10 stk prjónamerki.

Skammstafanir

Prjón, l = lykkja, sl = slétt lykkja, br = brugðin lykkja, útaukning = taka band sem er milli lykkja, snúa upp á það og prjóna í gegn.
Hekl, ll = loftlykkja, fl = fastalykkja, kl = keðjulykkja
Fitjið upp 40 lykkjur og tengið saman í hring. Prjónið 2 sl og 2 br alls 10 sm.
Vegna þess hversu loðið garnið er getur verið erfitt sjá vel í prjónið og því gott að setja prjónamerki  af og til.

Útaukning

 er gerð þannig að aukið er út í jaðri slétta hluta stroffsins í þriðju hverri umferð.
Búið til lykkju fyrir framan fyrstu sl lykkjuna eina umferð ( þá hefur lykkjum fjölgað um 10). Prjónið 2 umferðir án útaukningar, 3 sl, 2 br.
Í fjórðu umferðinni  er útaukningin gerð fyrir aftan síðustu sl lykkjuna.
Prjónið 2 umferðir 4 sl, 2 br.
Þannig er aukið út í þriðju hverri umferð til skiptis sitthvoru megin við sléttu lykkjur stroffsins þar til garnið er búið.

Heklaður kantur:

Sækið lykkju í gegnum fyrstu lykkjuna sem er síðan tekin fram af prjóninum. Gerið í hana fl, 2 ll, fl. Endurtakið í allar lykkjurnar og endið á kl í fyrstu fl. Slítið frá og dragið endann í gegn. Gangið frá endunum.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir

Nýjar fréttir