9.5 C
Selfoss

Framboðslisti Sjálfstæðismanna í Árborg samþykktur á fjölmennum fundi

Vinsælast

Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi á Hótel Selfoss fimmtudaginn 31. mars. Bragi Bjarnason deildarstjóri í frístunda- og menningardeild Sveitarfélagsins Árborg mun leiða listann. Í öðru sæti er Fjóla St. Kristinsdóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi. Þriðja sæti listans skipar Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi.

Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hélt prófkjör þann 19. mars. Um metþátttöku var að ræða hvort sem litið er til fjölda frambjóðanda eða fjölda þeirra sem kusu. Alls tóku 18 manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og um 1400 félagsmenn af þeim 2200 sem skráðir eru í flokkinn kusu í prófkjörinu og var kjörsóknin 64%.

Bragi Bjarnason sem skipar fyrsta sæti listans segir að mikil stemmning sé í hópnum og frambjóðendur finni fyrir miklum meðbyr meðal íbúa sveitarfélagsins. Bragi segist hlakka til næstu vikna og vonar að keppnin verði drengileg.

 1. Bragi Bjarnasson, deildarstjóri hjá Svf. Árborg
 2. Fjóla St. Kristinsdóttir, ráðgjafi
 3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
 4. Sveinn Ægir Birgisson, starfsmaður Vallaskóla
 5. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
 6. Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi
 7. Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, leikskólaliði/dagforeldri
 8. Ari Björn Thorarensen, fangavörður
 9. Guðmundur Ármann Pétursson, sjálfstætt starfandi
 10. Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri í Vallaskóla
 11. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri
 12. Maria Markovic, hönnuður og kennari
 13. Björg Agnarsdóttir, bókari
 14. Gísli Rúnar Gíslason, húsasmíðanemi
 15. Ólafur Ibsen Tómasson, starfsmaður í Tengi og Brunavörnum Árnessýslu
 16. Viðar Arason, öryggisfulltrúi
 17. Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
 18. Esther Ýr Óskarsdóttir, lögfræðingur
 19. Ragna Berg Gunnarsdóttir, kennari
 20. Óskar Örn Vilbergsson, framkvæmdastjóri og slökkviliðsmaður
 21. Jón Karl Haraldsson, fyrrverandi fiskverkandi og skipstjóri
 22. Guðrún Guðbjartsdóttir, eftirlaunaþegi

Nýjar fréttir