3.4 C
Selfoss

Selfyssingar eiga fegurstu nýbyggingu Norðurlanda

Vinsælast

MAMINNA er ný, árleg verðlaunaafhending í arkitektúr sem Arkitektúruppreisnin, alþjóðleg arkitektúrhreyfing- og samtök stendur fyrir, sem hefur það að markmiði að bæta umhverfi, ýta undir fallegan arkitektúr og að skapa vettvang fyrir almenning til að viðra sínar skoðanir er varða arkitektúr.

MAMINNA verðlaunin eru samstarf á milli Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Árið 2021 sendi hvert land frá sér tilnefningar um fegurstu og ljótustu nýbyggingar ársins. Var þetta gert með því að leyfa almenningi að tilnefna nýjar byggingar í hvorum flokki fyrir sig. Þegar tilnefningarnar voru komnar í hús, fékk almenningur kost á að kjósa um fegurstu eða ljótustu nýbygginguna og með 40.2% greiddra atkvæða var okkar eigið Mjólkurbú Flóamanna kosið fallegasta nýbyggingin á Norðurlöndum.

Við erum að gera þetta fyrir fólk

Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu var hinn kátasti með sigurinn. „Við erum bara að hanna hluti sem fólki líður vel í, við erum að gera þetta fyrir fólk. Þetta er búið að vera alveg frábærlega skemmtilegt verkefni, það er ekkert skemmtilegra í þessum bransa en þegar notandinn er ánægður,“ Segir Sigurður.

Nýjar fréttir