1.1 C
Selfoss

Lið Byko sigrar parafimi í Suðurlandsdeildinni

Vinsælast

Lið Byko sigrar parafimi Víking Brugghús og Coca-Cola í Suðurlandsdeildinni 2022, sem fram fór þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn. 56 knapar voru skráðir til leiks sem öttu kappi í 28 pörum. Hvert par skipað einum áhugamanna og einum atvinnumanni.

Sjaldan eða aldrei hefur keppni í parafimi verið jafn sterk og hún var á þriðjudaginn. Atriðin vel undirbúin og sýningarnar frábærar!

Hægt er að sjá Parafimi Suðurlandsdeildarinnar á Alendis TV.

Þau Elin Holst og Sævar Örn Sigurvinsson leiddu eftir forkeppni og liðsfélagar þeirra úr liði Byko þar rétt á eftir. Það fór svo að liðsfélagar þeirra Brynja Amble og Árni Sigfús Birgisson skákuðu þeim og sigruðu Parafimi 2022 með frábæra sýningu. Lið Byko var því í 1. og 2. Sæti og leiðir því liðakeppnina eftir fyrstu grein!

Eftir fyrstu grein er því staðan í liðakeppninni eftirfarandi:

  1. BYKO – 110 stig
  2. Krappi – 100 stig
  3. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún – 90 stig
  4. Nonnenmacker – 86 stig
  5. Smiðjan Brugghús – 82 stig
  6. Húsasmiðjan – 63 stig
  7. Slippfélagið – 59 stig
  8. Töltrider – 58 stig
  9. MúrX / Klúbbhús – 42 stig
  10. Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð – 34 stig
  11. Vesturkot – 32 stig
  12. Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær – 28 stig
  13. Fet – 16 stig
  14. Efsta-Sel – 6 stig

Heildarniðurstöður verða birtar á Facebook síðu Suðurlandsdeildar: www.facebook.com/Suðurlandsdeild.

Næsta grein er fjórgangur ZO-ON þriðjudaginn 15. mars, fylgist með á Facebook-síðu Suðurlandsdeildarinnar.

Nýjar fréttir