5 C
Selfoss

18 þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg

Vinsælast

Alls taka 18 frambjóðendur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg þann 19. mars nk., en framboðsfrestur rann út í gær. Af frambjóðendum eru 7 konur og 11 karlar með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þátttaka í prófkjörinu er óvenju góð en kosið verður um 7 efstu sætin.

Frambjóðendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:
Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri
Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
Björg Agnarsdóttir, bókari
Bragi Bjarnason, deildarstjóri
Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
Fjóla St. Kristinsdóttir, sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi
Gísli Rúnar Gíslason, húsasmíðanemi
Guðmundur Ármann Péturssson, framkvæmdastjóri
Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri
Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi
Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri
Kjartan Björnsson, rakari
Magnús Gíslason, raffræðingur
María Markovic, hönnuður og kennari
Ólafur Ibsen Tómasson, sölumaður og slökkviliðsmaður
Sveinn Ægir Birgisson, námsmaður og varabæjarfulltrúi
Viðar Arason, öryggisfulltrúi
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, dagforeldri/leikskólaliði

Hægt er að kynna sér einstaka frambjóðendur hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður kjörnefndar í síma 896 5793.

Nýjar fréttir