0.4 C
Selfoss

Ný Ölfusárbrú tekin í notkun 2025

Vinsælast

Síðastliðinn föstudag stóð Vegagerðin fyrir opnum kynningarfundi á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna á nýrri Ölfusárbrú. Ef allt gengur eftir mun nýja brúin verða tekin í notkun 2025. Hún verður 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju. Hæð turnsins verður 60 m. Brúargólfið verður 19 m breitt með þremur akgreinum og göngu- og hjólaleið. Helstu spár gera ráð fyrir að 4-5.000 ökutæki fari yfir brúna við opnun hennar.

Gamla brúin mun áfram verða í noktun, en þyngri ökutækjum verður ekki heimilt að fara yfir hana, enda orðin „gömul og lúin“, að sögn Vegagerðarinnar.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sér fyrir sér að rukkað verði 400 krónur fyrir að aka yfir brúna, en bæjarstjóri Árborgar, Gísli Halldór Halldórsson 100 krónur.

Framundan hjá Vegagerðinni eru að ljúka við minniháttar skipulagsbreytingar hjá Sveitarfélaginu Árborg, ákvörðun um gerð vegamóta austan Selfoss, ljúka samningum við landeigendur og gerð útboðsgagna, sem reiknað er með að verði send út í haust og svo verður verkið opnað fyrir lokatilboð í byrjun næsta árs.

Nýjar fréttir