8.9 C
Selfoss

Nýr yfirlæknir geðlækninga innan HSU

Vinsælast

Guðrún Geirsdóttir geðlæknir hefur verið ráðin yfirlæknir geðlækninga innan HSU. Guðrún lauk læknanámi frá Friedrich Schiller Universitat i Jena, í Þýskalandi, og sérnámi í geðlækningum frá LSH 2007. Hún hefur starfað á ýmsum deildum geðsviðs LSH auk þess verið yfirlæknir Geðdeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri í tvö ár. Þá hefur hún einnig rekið eigin læknastofu. Þess ber einnig að geta að Guðrún syngur með kórnum Spectrum sem hefur tekið þátt í fjölda viðburða og keppna og auk þess röltir Guðrún á fjöll með Veseni og vergangi.

Nýjar fréttir