2.8 C
Selfoss

Landsliðsþjálfari Danmerkur í heimsókn

Vinsælast

Vikuna 6.-12. febrúar kom Oliver Bay, danskur fimleikaþjálfari í heimsókn til fimleikadeildar Selfoss til að vera með námskeið fyrir elstu iðkendur deildarinnar og þjálfara. 

Oliver Bay er 28 ára gamall kennari, þjálfari og einkaþjálfari sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fimleikafólks. Hann er landsliðsþjálfari Danmerkur í powertumbling en einnig er hann hópfimleikaþjálfari í Vesterlund efterskole í Give í Danmörku. Hann býr yfir gífurlegri þekkingu og reynslu þegar kemur að fimleikum. Heimsókn hans hingað til fimleikadeildar Selfoss var mjög lærdómsrík og skemmtileg fyrir bæði iðkendur og þjálfara deildarinnar. Oliver ætlar að koma aftur áður en langt um líður.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Oliver ásamt iðkendur fimleikadeildar Selfoss sem bíða spennt eftir að fá landsliðsþjálfara Dana aftur í heimsókn.

-UMFS

Nýjar fréttir