12.8 C
Selfoss

Hamarshöllin sprakk í ofsaveðrinu

Vinsælast

Hamarshöllinn, sem staðsett er í hveradalnum hjá Hveragerði, sprakk í ofsaveðrinu í morgun. Þetta staðfestir Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar – og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar. Það hafði myndast gat í einu horninu á höllinni sem varð til þess að mikill þrýsingur myndaðist og út frá því sprakk hún.

„Mikil mildi að starfsmenn hallarinnar sem voru að vinna fyrir utan höllina sluppu ómeiddir þegar hún sprakk. Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir okkur öll og íþróttastarfið,“ segir Jóahanna.

Nýjar fréttir