8.9 C
Selfoss

Fyrirlestur í kvöld um áskoranir fjölskyldna á tímum Covid

Vinsælast

Forvarnateymi Árborgar stendur fyrir TEAMS fyrirlestri í kvöld sem er opinn öllum íbúum í Árborg.

Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinni, verður með fræðslu á TEAMS þriðjudagskvöldið 15. febrúar (í kvöld) klukkan 20:30.

„Áskoranir fjölskyldna á tímum Covid“

Í erindinu mun Hugrún fara yfir þær áskoranir sem börn og foreldrar hafa þurft að glíma við í heimsfaraldrinum og hvernig er hægt að stilla saman strengi og sigla út úr þessu á eins farsælan hátt og hægt er.

Tengil á viðburðinn má finna hér:
https://www.arborg.is/vidburdadagatal/askoranir-fjolskyldna-a-timum-covid-teams
(Eða undir nafninu: Áskoranir fjölskyldna á tímum COVID19 á facebook)

Einnig má sjá næstu TEAMS fyrirlestra hér, þeir eru íbúum Árborgar að kostnaðarlausu:
https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/forvarnir/#

Nýjar fréttir