6.7 C
Selfoss

Hesthúsalóðum fjölgað á Rangárbökkum

Vinsælast

Á fundi byggðarráðs Rangárþings ytra 27. janúar 2022 var úthlutað síðustu lóðunum við Orravelli og Sæluvelli í fyrri hluta á nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum við Hellu. Þetta eru mikil tíðindi því stutt er síðan að fyrstu lóðirnar voru auglýstar en framkvæmdir standa nú yfir við götur, reiðstíga og veitulagnir á svæðinu.

Verktaki er Pierre Jónsson hjá Nautás ehf. Sveitarstjórn hefur nú ákveðið að hefjast þegar handa við enn frekari stækkun hins nýja hesthúsahverfis og undirbúa götu til viðbótar í næsta áfanga sem eru Ómsvellir. Þar eru þegar komnar fyrirspurnir um lóðir og reiknað með að hægt verði að auglýsa lóðir til úthlutunar fljótlega.

Rangárbakkar stefna nú í að verða eitt glæsilegasta hesthúsahverfi landsins með laxánna Ytri-Rangá á aðra hönd og reiðstíga um Almannaskóga á hina.

Nýjar fréttir