8.9 C
Selfoss

Rangæingar, nú mótmælum vér allir sem einn

Vinsælast

Loksins, loksins er verið að fella þessar vörtur á ásýnd Rangárþings – vindorkuverin tvö í Þykkvabæ. Af hverju í ósköpunum var ekki löngu búið að því? Hvers áttu íbúar í elsta þéttbýli landsins að gjalda að þurfa að horfa upp á þessa hörmung árum saman. Og ekki bara íbúarnir þar, þessi óskapnaður blasti við nær öllum íbúum í gamla Djúpárhreppi, heldur líka í gömlu sveitarfélögunum í Ásahreppi, Holtunum, Landmannahreppi, Rangárvallahreppi og Vestur Landeyjum. Til hvers og fyrir hvern?

Þegar íbúar þessara blómlegu byggða héldu nú loksins að þeir væru lausir við óværu þessa úr sínu nær umhverfi þá berast þær fréttir að fjárfestar þeir sem keyptu draslið af gjaldþrota eigendum áformi nú að byggja ný og enn stærri vindorkuver á brunarústunum. Þvílík hneisa.

Sveitarstjórn verður að gera þá lágmarkskröfu að nýir framkvæmdaaðlar leggi fram óyggjandi upplýsingar og sannanir fyrir því að hærri vindorkuver á þessum stað valdi ekki íbúum í næsta nágreni þess alvarlegum heilsufarslegu tjóni. Allir þeir sem hafa eitthvað kynnt sér rekstur vindorkuvera í Evrópu, Ástralíu, Nýja Sjálandi og víðar vita að almennt er talið að vindmylla geti verið íbúum skaðleg í fjarlægð sem nemur 10 sinnum fjarlægðina fá efstu stöðu spaðanna.

Íbúar í Þykkvabæ hljóta að gera einnig þá kröfu til framkvæmdaaðila að þeir greiði þeim háar skaðabætur fyrir það verðfall sem verður óhjákvæmilega á fasteignum þeirra. Komi til þessara óhæfu.

Er ekki mál að linni.

Sveinn Runólfsson
frá Gunnarsholti.

Nýjar fréttir