9.5 C
Selfoss

Þórir Hergeirsson kjörinn þjálfari ársins

Vinsælast

Þórir Hergeirsson Selfyssingurinn og þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta var kjörinn þjálfari ársins 2021, en kjörið fór fram miðvikudaginn 29. desember. Þórir Hergeirsson, sem hefur þrisvar sinnum orðið annar í kjörinu, vann nú nafnbótina í fyrsta sinn.

Þórir gerði norska liðið að heimsmeisturum á HM núna í desember 2021, varð Evrópumeistari með liðinu í desember árið 2020 og sótti bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo í sumar.

„Þetta er mjög stórt fyrir einn sem er mjög stoltur af því að vera Íslendingur. Þetta er stór hópur fólks sem kemur að þessu, fyrst og fremst leikmenn sem er sterkir, mjög góðir og miklar íþróttakonur. Það er mikið teymi sem ég vinn með og mikið af duglegu fólki, fólk sem er betri en ég á mörgum sviðum. Það er hægt að tileinka þessa [nafnbót] teymisvinnunni,“ sagði Þórir í athöfninni.

Nýjar fréttir