1.7 C
Selfoss

Einstök sunnlensk samstaða um SIGURHÆÐIR

Vinsælast

Samstaðan í Sunnlendingafjórðungi um Sigurhæðir – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis – heldur enn áfram að aukast. Nýlega bættust sýslumennirnir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum við hóp samstarfsaðilanna og einnig Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að innan þessara embætta verður til staðar þekking á þeim úrræðum sem þolendum standa til boða á Suðurlandi og munu þau veita þolendum upplýsingar þegar það á við. Samstaðan sem hefur myndast á Suðurlandi um Sigurhæðaverkefnið á enga sína líka á landinu öllu. Samstarfsaðilar eru öll sunnlensku sveitarfélögin fimmtán, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, auk Kvennaráðgjafarinnar og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Nýtt aðsetur í Þórsmörkinni

Um næstu helgi munu Sigurhæðir flytjast í nýtt húsnæði að Þórsmörk 7 á Selfossi. Sigurhæðir hafa hingað til notið gistivináttu Stróksins á Selfossi, en með nýja húsnæðinu mun aðstaða til að sinna þessum viðkvæma hópi skjólstæðinga batna til muna.

Frumkvæðisaðili að Sigurhæðum er Soroptimistaklúbbur Suðurlands.

Alltaf er hægt að bóka viðtöl á vefsíðunni sigurhaedir.is.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Jónsdóttir, sími 863 5383.

Nýjar fréttir