1.1 C
Selfoss

Fjölmennt í í útgáfuteiti Guðna

Vinsælast

Á sunnudaginn var fjölmenni á bókakynningu í Risinu í Mjólkurbúi Flóamanna. Þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson kynntu þar nýútkomna bók sína, Guðni á ferð og flugi. Um hundrað manns mættu til leiks á þennan glæsilega samkomustað í risi Mjólkurbúsins. Guðjón sagði frá tilurð bókarinnar og sagði frá efni hennar. Guðni brást að vonum ekki væntingum gestanna. Hann sagði skemmtilega frá og kitlaði hláturtaugar gestanna enda í góðu formi, sæll og sáttur enda nýfluttur aftur á Selfoss, sinn gamla heimabæ.

Í bókinni er margs konar fróðleik að finna. Þeir félagarnir fóru með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsóttu fjölda fólks. Víða var borið niður, bæði norðanlands og sunnan.  Guðni heilsar upp á gömul og ný kennileiti á slóð minninganna og í sameiningu eru gamlir tímar rifjaðar upp. Viðmælendur þeirra Guðna og Guðjóns fást oft á tíðum við nýstárleg viðfangsefni sem styrkja lífið í sveitunum. Flestir eiga þeir það sammerkt að vera skemmtilegir og hafa áhuga á sauðfé og menningu dreifbýlsins.

Nýjar fréttir