-0.5 C
Selfoss

Ertu undir smásjá á vinnustað?

Vinsælast

Vinnustaðir eru í dag stöðugt að verða tæknivæddari þar með talið í rafrænu eftirliti. Mikilvægt er að vinnuveitendur séu meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur gagnvart starfsmönnum þegar kemur að eftirliti á vinnustað. Þá er einnig mikilvægt að starfsmenn séu meðvitaðir um þau réttindi sem þeir hafa samhliða auknu eftirliti á vinnustað, en hvað reglur gilda um rafræna vöktun á vinnustað?

Í persónuverndarlögum er hugtakið rafræn vöktun skilgreind sem viðvarandi eða regluleg vöktun felur í sér eftirlit með einstaklingum með fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði. Vöktunin getur farið fram á almannafæri eða náð til svæðis sem takmarkaðu hópur fer um að jafnaði og má þar nefna helst eftirlitsmyndavélar, ökurita, einkatölvupósta, símvöktunar, rafrænn staðsetningabúnaður og atburðaskráningu.

Ströng skilyrði eru fyrir því að rafræn vöktun fari fram sem mæla á vinnu og afköst starfsmanna og er frumskilyrði að til staðar sé sérstök þörf. Þá þarf eitt af eftirtöldum skilyrðum að vera uppfyllt svo vöktunin sé heimiluð. Að vöktunin fari fram þar sem ekki er unnt að koma fyrir verkstjórn með öðrum hætti líkt og þegar að vinnusvæði er víðfermt og t.a.m. einn fer með verkstjórn. Að ekki sé unnt að tryggja öryggi á vinnustað með tilliti til vinnuaðstæðna líkt og þegar um er að ræða vinnu í kringum vélar sem stafað getur hætta af eða um er að ræða framleiðslu á vörum sem uppfylla þurfa ákveðna heilbrigðisstaðlar og rekjanleika. Að lokum að um sé að ræða kjarasamningsbundin ákvæði eða annars samkomulags þar sem launakjör eru Ef hægt er að ná sama markmiði með með vægari úrræði ber alltaf að grípa til þess áður en rafræn vöktun fer fram.

Vinnuveitanda ber að upplýsa starfsmenn áður en þeir sæta vöktuninni og er þá eðlilegast að gera það við undirritun ráðningarsamnings ef slík vöktun fer fram þá þegar á vinnustaðnum en annars áður en vöktunin fer fram. Í þeim upplýsingum þarf að koma fram hver tilgangurinn sé með vöktuninni, hverjir munu hafa aðgang að upplýsingunum sem munu safnast og hversu lengi þær upplýsingar eru varðveittar. Þá er það skilyrði að upplýsingarnar séu veittar á gagnorðu, gagnsæju, aðgengilegu og skiljanlegu formi og á skýru og einföldu máli. Þá ber ábyrgðaraðila rafrænnar vöktunar, vinnuveitenda ef vöktunin fer fram á vinnustað, að tilkynna Persónuvernd um tilhögun vöktunarinnar og þá fræðslu sem veitt er í samræmi við hana.

Ýmis viðurlög geta fylgt því að brjóta gegn ákvæðum laga. Ef starfsmaður telur að vinnuveitandi hafi brotið gegn lögunum þá getur hann beint kvörtun sinni til Persónuverndar sem sér um að rannsaka hvort að vöktunin samrýmist lögunum.

Vinnuveitendur geta fengið leiðsögn frá Persónuvernd um hvernig skuli haga slíkri vöktun og hvetjum við vinnuveitendur til þess að standa rétt að vöktun og tryggja rétt starfsfólks síns.

Margrét Birgitta Davíðsdóttir

Lögfræðingur

Velferð Lögfræðiþjónusta

Random Image

Nýjar fréttir