6.7 C
Selfoss

Skiptir álit mitt sem eldri borgari máli?

Vinsælast

Á málþingi eldri borgara í Árborg sem haldið verður þann 27. október nk. verður hluti af dagskránni þátttökuþing þar sem íbúum sveitarfélagsins 60 ára og eldri verður boðið að taka þátt. Þátttökuþingið gengur út á að ræða saman í litlum hópum um þemu er tengjast þjónustu og stefnumótun við aldraða í sveitarfélaginu. Setið verður við borð  og mun borð-stjóri á vegum RR-ráðgjafar og starfsmenn sveitarfélagsins vera til aðstoðar og rita niður tillögur sem fram koma. Unnið verður með þemu sem tengjast mótun og þróun þjónustunnar. Til að móta þau sem tekin verða til umræðu verður tillögukassi í anddyri Grænumarkar 5 og á bókasafni Árborgar á Selfossi. Mikilvægt er að eldri borgarar komi sem mest að stefnumótun í þróun þjónustu til framtíðar en ljóst er að mikil tækifæri felast í þróun málaflokksins, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Eftir þingið verður unnið úr þeim tillögum og upplýsingum sem fram koma, afraksturinn kemur til með að verða gefinn út sem hluti af stefnumótun í málaflokknum í Árborg. Það er von mín að þátttaka verði góð enda gefst hér einstakt tækifæri fyrir íbúa til að hafa áhrif á samfélag sitt. Sérstök skráning verður á þátttökuþingið í þjónustuveri Árborgar í síma 480 1900 og á staðnum eftir því sem húsrúm leyfir.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir
deildarstjóri félagsþjónustu

Nýjar fréttir