4.5 C
Selfoss

Kórstarfið eðlilegt á ný í ML

Vinsælast

Aldrei áður hafa svo margir nemendur verið skráðir í kórinn eða 144 talsins og því fara sameiginlegar æfingar að mestu fram í íþróttahúsinu, en raddæfingar í skólanum. Mikill hugur er kórfélögum, enda stefnt að utanlandsferð í apríl á næsta ári.

Í lok september voru æfingabúðir kórsins haldnar og að þessu sinni að Laugarvatni, enda aðstaðan þar góð til æfinga. Æft var frá eftirmiðdegi á föstudegi og fram að hádegi á sunnudegi.

Dagskrá helgarinnar var fjölbreytt þar sem fram fóru stífar æfingar, ýmist í hópum eða með öllum hópnum. Kvöldvakan á sínum stað þar sem farið var í leiki, sungið og auðvitar flutt skemmtiatriði sem hver rödd hafði undirbúið þ.e. sópran, alt, tenór og bassi.

Þá fóru kórfélagar í stutta  Zumba kennslastund hjá Margréti kennara skólans og mátti sjá afrakstur þeirrar kennslu á tónleikunum sem fram fóru kl. 16 á laugardeginum í íþróttahúsinu.

Á sunnudagsmorgninum hófst svo undirbúingur að næsta verkefni sem eru jólatónleikar kórsins. Við fengum til liðs við okkur góða gesti , eldri kórfélaga þau Elvu Rún Pétursdóttur, Þorgerði Sól Ívarsdóttur, Glódísi Pálmadóttur, Andrés Pálmason, Hermund Hannesson og Guðmund Heiðar Ágústsson. Eins og þeirra var von og vísa gekk kennslan vel og viljum við þakka þeim kærlega fyrir hjálpina.

Þess má að lokum geta að laugardagstónleikarnir voru þeir fyrstu sem kórinn hefur haldið síðan í desember 2019 og því mikil eftirvænting bæði hjá kórfélögum sem og gestum að upplifa aftur eðlilegt tónleikahald. Í stuttu máli sagt tókust tónleikarnir vel og hlökkum við til að undirbúa næstu tónleika sem verða í Skálholti 25. og 26. nóvember næstkomandi.

Nýjar fréttir