-0.5 C
Selfoss

Lokahönd lögð á nýja íþróttahúsið á Selfossi

Vinsælast

Margir eru orðnir spenntir fyrir því að kíkja í nýja íþróttahúsið sem risið er á Selfossvelli. Við hjá Dagskránni fengum að kíkja inn og taka myndir af aðstöðunni. Hún er á lokametrunum og líklega þegar blaðið fer í prentun, búið að hleypa inn fyrstu iðkendunum að æfa í glæsilegri og hlýrri aðstöðu fjarri haustvindunum sem hafa verið að láta á sér kræla undanfarið. Framundan er, eins og áður hefur komið fram, að vígja húsið formlega og gefa því nafn en íbúar létu ekki standa á því að senda inn tillögur til nefndarinnar sem kemur til með að fjalla um og ráða því á endanum hvaða nafn verður fyrir valinu.

Nýjar fréttir