0 C
Selfoss

Samfylkingin ætlar að stórauka barnabótagreiðslur

Vinsælast

Ég hef tekið þátt í starfi íþróttahreyfingarinnar um langt skeið, fyrst sem iðkandi og síðustu átta ár sem sjálfboðaliði í stjórn Ungmennafélags Selfoss. Af reynslu minni veit ég hversu jákvæð áhrif tómstunda- og íþróttastarf hefur, ekki einungis á börn og ungmenni, heldur á samfélagið allt. Það er því mikið áhyggjuefni að skv. síðustu könnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafa 16,9% barna og ungmenna á Ísland ekki aðgengi að skipulögðu æskulýðsstarfi. Það eru margvíslegar ástæður fyrir skorti á aðgengi. En það er einkum á barn mörgum heimilum, á heimilum þar sem atvinnuþátttaka er lág og á meðal barna og ungmenna sem búa með foreldrum í leiguhúsnæði þar sem þátttaka er hvað minnst.

Við jafnaðarmenn viljum forgangsraða opinberum styrkjum til barnafjölskyldna og að veita þeim þannig stuðning þegar fjárútlát hjá fjölskyldum eru hver mest. Samfylkingin vill greiða barnabætur sem skipta fólk máli og nýtast við að skapa börnum betra líf og auðvelda þeim þátttöku í æskulýðsstarfi.

Það sem hinsvegar vill oft gleymst í umræðum um barnabætur er að barnabótakerfið á ekki einungis að koma tekjulægstu hópunum til góða. Samfylkingin hefur einsett sér að vinna að því að jafna aðstöðumun barnafjölskyldna með stórauknum stuðningi fyrir foreldra með meðaltekjur. Samkvæmt núverandi barnabótakerfi skerðast bætur þegar mánaðarlaun hafa náð 351.000 kr. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta þannig að óskertar barnabætur verða greiddar með öllum börnum foreldra sem hafa allt að meðaltekjur – u.þ.b. 1.200.000 kr. á mánuði hjá pari eða 600.000 kr. á mánuði hjá einstæðu foreldri.

Fjármögnun á auknum barnabótum verður í formi stóreignaskatts á þá sem geta lagt meira til samfélagsins og eiga yfir 200 milljónir í hreina eign.

Reiknaðu hverjar þínar barnabætur gætu verið inni á heimasíðunni – xs.is/reiknivel.

Viktor Stefán Pálsson
2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Nýjar fréttir