9.5 C
Selfoss

Verkefnið Göngum í skólann farið af stað

Vinsælast

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræstiverkefnið Göngum í skólann í fimmtánda sinn miðvikudaginn 8. september sl.

Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Átaksverkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál.

Göngum í skólann lýkur miðvikudaginn 7. október, sem er alþjóðlegi “Göngum í skólann dagurinn”.

Langar okkur að nýta tækifærið og hvetja íbúa, stóra sem smáa að velja virkan ferðamáta og í leiðinni að hvetja til íbúa að vera vakandi í umferðinni og sýna sérstaka aðgát þar sem börn eru á ferð.

Áfram Árborg

 

Nýjar fréttir