7.1 C
Selfoss

Strengir á ferð um Suðurland

Vinsælast

Tveir 18 ára tónlistarnemendur, Katrín Birna Sigurðardóttir og Nikodem Júlíus Frach, halda tónleika í kirkjum á Suðurlandi.

Katrín Birna lauk í vor framhaldsprófi í sellóleik frá Tónlistarskóla Árnesinga og Nikodem Júlíus lauk framhaldsprófi í fiðluleik frá Menntaskóla í tónlist í vor. Þau eru bæði á leið í tónlistarháskóla erlendis í haust. Helgina 24. -25. júlí halda þau saman tónleika í kirkjum víðs vegar á Suðurlandi þar sem þau spila þekkt lög og klassísk verk. Laugardaginn 24. júlí í Skálholtskirkju kl. 16 og sunnudaginn 25. júlí í Oddakirkju kl. 14 og Víkurkirkju kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Nýjar fréttir