6.7 C
Selfoss

Guðni Ágústsson segir frá Jónasi frá Hriflu á Þingvöllum

Vinsælast

Guðni Ágústsson mun fimmtudaginn 24. júní kl. 20 fara í göngu niður Hakið á Þingvöllum. Þar með hefst fyrsta Þingvallaganga sumarsins. Á leiðinni niður Hakið um Lögbergið og loks að Þingvallakirkju mun Guðni ræða um og segja frá einum litríkasta stjórnmálamanni Íslands, Jónasi frá Hriflu. Þá verður Óttar Guðmundsson geðlæknir með í för en hann ræðir um Stórubombu, geðveikina og læknadeiluna. Þá segir Guðrún Eggertsdóttir frá Jónasi afa sínum. Ekki verður dagskráin tæmd með þessu en Karlakór Kjalnesinga syngur lög Sigvalda Kaldalóns. Gangan er um 2 klst. og allir velkomnir.

Nýjar fréttir