8.4 C
Selfoss

Ragnhildur Birna fékk viðurkenningu fyrir saum og varðveislu á þjóðbúningum

Vinsælast

Það setur alltaf mikinn svip á hátíðarhöldin vegna 17. júní þegar að þeir gestir sem geta mæta í þjóðbúningum. Þjóðbúningar eru hluti af menningu hverrar þjóðar og vinnubrögðin sem notuð hafa verið við gerð þeirra dýrmætur menningararfur hverrar þjóðar.

Á Hvolsvelli býr Ragnhildur Birna Jónsdóttir en hún hefur saumað hvern þjóðbúninginn á fætur öðrum sl. ár ásamt því að laga og viðhalda öðrum eldri búningum, hvort sem það eru karla-, kvenna- eða barnabúningar. Fyrir þetta ákvað Menningarnefnd Rangárþings eystra að veita Ragnhildi heiðursviðurkenningu fyrir varðveislu menningararfs Íslands en viðurkenninguna fékk hún afhenda á 17. júní. Fjölskylda Ragnhildar og vinir mættu öll í þjóðbúningum í tilefni þessa og var stórkostlegt að sjá hópinn á hátíðarhöldunum.

Ragnhildur hefur saumað tvo herraþjóðbúninga, Skautbúning, þrjá 20. aldar upphluti, tvo 19. aldar upphluti og er nú að vinna að 18. aldar faldbúning.

Það var Harpa Mjöll Kjartansdóttir, formaður Menningarnefndar, sem veitti Ragnhildi viðurkenninguna.

 

Nýjar fréttir