6.7 C
Selfoss

Viðbúnaður við Þingvallavatn

Vinsælast

Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun laust eftir kl. 07. Neyðarlínu barst tilkynning um að þrjár stúlkur væru í vandræðum í bát á vatninu.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kom fram að um hafi verið að ræða uppblásinn bát sem var að fyllast af vatni. Stúlkurnar gátu ekki, eða illa siglt bátnum að landi.

Lögregla, Björgunarsveitir í Árnessýslu og Reykjavík, þyrla landhelgisgæslunnar ásamt sjúkraflutningamönnum frá Suðurlandi og Reykjavík voru ræstar út vegna málsins.

Stúlkurnar komust að sjálfsdáðum í land þar sem sjúkraflutningamenn tóku á móti þeim, en þær voru orðnar afar kaldar og blautar.

Nýjar fréttir