8.9 C
Selfoss

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Vinsælast

Spennandi dagskrá er víða um Suðurlandið í tilefni að þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní, sem ber upp á fimmtudag að þessu sinni. Á heimasíðum flestra sveitarfélaga má finna kynningar á dagskrá dagsins, sem er í mörgum tilfellum næsta hefðbundin, enda samkomutakmarkanir talsvert rúmar, en vonandi fara þær að sigla sína leið með öllu.

Nú er um að gera að kynna sér dagskrána og líta við, sjá mann og annan og njóta dagsins. Hér að neðan er brot úr dagskrá nokkurra sveitarfélaga.

Á Selfossi hefst dagskráin á andlegri nótunum með Morgun jóga. Um 10 verða fánar dregnir að húni við Ráðhús Árborgar. Þá verður X 874 á ferðinni frá 10 til 16, en leiðarkort má m.a. sjá á vefsíðu Árborgar.

Í Hveragerði hefjast leikar með stígvélakasti kl 10. Ratleikur verður fyrir fjölskylduna kl. 11, en hann er með nútímalegu sniði og fólk þarf að mæta með símana. Þá er auðvitað skrúðganga sem leggur að stað frá horninu á Heiðmörk og Laufskógum kl 13:40.

Í Þorlákshöfn eru leikir í skrúðgarðinum frá kl. 11. Þá er skrúðganga frá Grunnskólanum kl 13:30. Formleg hátíðardagskrá er svo í skrúðgarðinum og hefst kl 14.

Dagskráin í Bláskógabyggð hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá Bláskógaskóla. Þá verða hátíðahöld við vatnið kl 13:30. Bátsferðir á vatninu eru í boði Björgunarsveitarinnar Ingunnar ásamt því að hoppukastalar verða til reiðu fyrir þá sem treysta sér í þá.

Kl. 12:30 mun dagskrá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefjast með koddaslag í Neslauginni. þá er farið yfir í Félagsheimilið Árnes, sem auðvitað er opið fyrir þá sem ekki nenna slagsmálum. Þá gefst tækifæri til að fá sér kaffibolla áður en hátíðardagskrá hefst kl. 14:30.

Betri og nánari upplýsingar um dagskrá sveitarfélaganna má svo auðvitað nálgast á heimasíðum þeirra.

Nýjar fréttir