11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Styðjum Hafdísi Hrönn í 3. sætið

Styðjum Hafdísi Hrönn í 3. sætið

0
Styðjum Hafdísi Hrönn í 3. sætið
Helgi S. Haraldsson.

Framundan er prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, en það fer fram 19.júní.  Margt frambærilegt fólk gefur kost á sér til þátttöku og hefur mikinn metnað til að stefna hátt.  Það er með markmið að taka þátt í landsmálapólitíkinni og stefna að því að komast á Alþingi okkar Íslendinga.  Þessir frambjóðendur hafa undanfarnar vikur ferðast um kjördæmið og kynnt sig og  sýn sína á þjóðmálin.   Einn þessara frambjóðenda er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, sem býr á Selfossi, en hún sækist eftir 3.sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.  Mín fyrstu kynni af  Hafdísi Hrönn, voru þegar hún flutti á Selfoss og hóf að taka þátt í starfi okkar Framsóknarmanna í Svf. Árborg.  Strax frá fyrstu kynnum sá ég að þar fór kona sem einstaklega  gott er að vinna með og tilbúin að gefa sig í verkefni sem henni eru falin.   Hún er fulltrúi unga fólksins sem er í þeirri stöðu að stofna fjölskyldu og koma sér upp eigin heimili.  Hún veit hvaða áskoranir það eru og getur ljáð þessum hópi rödd sína. Hún er einstaklega jákvæð og alltaf tilbúin að setja sig ínn í þau verkefni sem hún tekur að sér og taka þau mjög alvarlega og setja allan kraft sinn í þau.  Það hefur verið einstaklega gaman og gefandi að vinna með Hafdísi Hrönn og hvet ég ykkur til að styðja hana í 3.sætið í prófkjörinu sem framundan er.  Ég styð Hafdísi Hrönn í 3.sætið.

 

Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar í Svf. Árborg.