9.5 C
Selfoss

Rafíþróttadeild Selfoss kom, sá og sigraði í norðulandamóti í Rocket League

Vinsælast

Á Selfossi hefur verið öflugt rafíþróttastarf undanfarin misseri. Þrátt fyrir að deildin hafi ekki verið lengi starfandi er óhætt að segja að starfið hafi farið vel af stað, enda árangurinn eftir því. Þann 5. júní sl. tók Rocket League lið frá Rafíþróttadeild Selfoss þátt í móti sem var á vegum NorcupEsports sem er samvinnuverkefni milli félagsmiðstöðva frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Keppt var í útsláttakeppni og Selfoss eSports enduðu í fyrsta sæti nokkuð örugglega.

Sigurinn gott merki um góða vinnu

„Sem nýtt lið sem vantar reynslu þá er þessi sigur gott merki um þá vinnu sem við höfum verið í með þeim sé að skila sér. Þeir stóðu sig frábærlega í öllum þeim leikjum sem þeir spiluðu. Spilamennskan einkenndist af samvinnu og trausti samhliða góðum skilning á leiknum. Þegar þeir byrjuðu að gera villur tóku þeir þeim ábendingum sem komu og notuðu það til að koma sér aftur inn í leikinn.  Við gætum ekki verið stoltari af þessum strákum og þeir áttu sigurinn svo sannarlega skilið,” segir Jón Hjörtur, yfirþjálfari hjá Selfoss eSports.

Spiluðu örugga og jafna spilun og árangurinn eftirtektarverður

Það voru fjörgur lið sem kepptu til úrslita þar sem þeir unnu öll þau lið sem þeir spiluðu á móti. Af þeim fjórum liðum sem kepptu í úrslitum var Selfoss eSports eina íslenska liðið sem keppti í úrslitum. Þeir byrjuðu fyrsta leikinn sinn á marki á 3 sekúndu en við tóku erfiðir leikir. Liðin sem þeir kepptu á móti sýndu mikla færni í leiknum en samvinnan sem liðið okkar sýndi tryggði þeim sigur í leik eftir leik. Selfoss komu inn með góða möguleika og voru taldir sigurstranglegir miðað við stöðu þeirra í leiknum. Í úrslitaleiknum fóru leikirnir 1 sigur fyrir Team Nordic á móti 4 hjá Selfoss eSports.  Í síðasta leiknum hafði team Nordic Nordic möguleik á að jafna og halda sér í keppninni en þegar 13 sekúndur voru eftir nýtti Selfoss sér pressuna sem var á Team Nordic og um leið og þeir gerðu mistök tóku stöðuna í 3-1 og tryggðu sér vinninginn.

Þegar liðin voru metin að lokinni keppni var mikið talað um þann skilning sem strákarnir sýndu á leiknum, örugga og jafna spilum sem kom fram í fáum villum hjá þeim. Það sást greinilega að samskiptin milli þeirra voru til fyrirmyndar og traustið sem þeir höfðu hvor á öðrum gaf þeim forskotið sem þeir þurftu til að vinna.

 

Nýjar fréttir