6.7 C
Selfoss

Spennandi strengjatónleikar í Hveragerðiskirkju

Vinsælast

Strengjasveitin Íslenskir strengir var stofnuð árið 2017 en hefur á þessum stutta starfsferli komið víða við og haldið marga tónleika auk þess að frumflytja fjölda nýrra verka. Á tónleikunum í Hveragerðiskirkju endurtekur sveitin vinsæla tónleika sem haldnir voru í Norðurljósasal Hörpu þann 2. maí síðastliðinn.

Þar voru tvö verkanna á efnisskránni frumflutt, Söknuður eftir Kristínu Lárusdóttur, þar sem íslensku kvæðahefðinni er fagurlega fléttað inn í samspil strengja og klarínettuleiks, og Corona eftir Hrólf Sæmundsson. Það síðastnefnda samið árið 2020 á meðan tónskáldið var að kljást við veiruna títtnefndu. Einnig verður flutt verkið Elegy fyrir strengi og klarínett eftir John Speight, en einleikari er Ármann Helgason.

Stjórnandi hljómsveitarinnar er Ólöf Sigursveinsdóttir og konsertmeistari Chrissie Thelma Guðmundsdóttir. Tónleikarnir í Hveragerðiskirkju verða haldnir sunnudaginn 16. maí og hefjast kl. 17. Miðaverði við innganginn er stillt í hóf.

Nýjar fréttir