8.9 C
Selfoss

Gerum flott prófkjör!

Vinsælast

Í lok mánaðarins 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingskosninganna 25. september nk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu- og velferðarmála og setið í þeim nefnum frá fyrsta þingdegi. Það þekkja mig flestir fyrir festu í málum og dugnaði við að halda sambandi við kjósendur í mínu kjördæmi og reyndar um land allt.

Það skiptir miklu fyrir okkur sem tökum þátt í prófkjörinu að það fari vel fram og verði flokknum og þátttakendum til sóma og framdráttar í kosningunum í september. Ekkert er betra fyrir góð kosningúrslit Sjálfstæðisflokksins en fjölmennt og vel sótt prófkjör í aðdraganda kosninga. Það er fjölbreyttur hópur góðra frambjóðenda í prófkjörinu og engin ástæða önnur en að niðurstaðan verði góður listi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Það er merkileg upplifun að vera elstur þátttakenda en ég finn ekki að krafturinn hafi minnkað fyrir vikið. Ég legg mikið upp úr að vinna vel með öðrum frambjóðendum og vera fyrirmynd í öllu samstarfi við þau öll. Ég hef síðustu vikur farið með öðrum frambjóðendum í heimsóknir um kjördæmið og lagt mig fram um að kynna okkar frábæru frambjóðendur.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sætið og hvet fólk til þátttöku í prófkjörinu. Við skulum kjósa af ábyrgð svo listinn endurspegli vilja kjósenda í öllu kjördæminu og dragi þá á kjörstað í kosningunum  að hausti.

Með vinsemd og virðingu,

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Nýjar fréttir