Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Frá vinstri: Hulda Guðbjörg Hannesdóttir (þjálfari: Fjóla K. B. Blandon), Heiðmar Þór Magnússon (þjálfari: Svanhvít Friðþjófsdóttir), Þórður Kalman Friðriksson (þjálfari: Anna Kristín Guðjónsdóttir).

Þann 27. apríl sl. var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir grunnskóla í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum haldin í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Viðburðurinn var lágstemmdur vegna kórónuveirufaraldurs en hátíðlegur engu að síður.

Keppendur voru 11 og allir stóðu sig með mikilli prýði. Dómurum var vandi á höndum að gera upp á milli allra þessara góðu lesara. Á endanum stóðu eftir sem sigurvegarar eftirtaldir nemendur:

  1. sæti Þórður Kalman Friðriksson               Hvolsskóla
  2. sæti Heiðmar Þór Magnússon                   Grunnskóla Vestmannaeyja
  3. sæti Hulda Guðbjörg Hannesdóttir           Laugalandsskóla

 

 

 

DEILA