13.4 C
Selfoss

Kjörísbikarinn er kominn heim!

Vinsælast

Hamar bikarmeistari 2021

Hamar hefur aldrei áður leikið til úrslita í bikarnum og Hamarsmenn hafa verið óstöðvandi á tímabilinu og eru eina taplausa liðið í Mizuno-deildinni og í bikarkeppninni. Hamar mætti Vestra í fyrri leik undanúrslita Kjörísbikars karla og fór sá leikur 3-0 fyrir Hamri.

Afturelding, sem varð bikarmeistari 2017, vann HK í seinni leik undanúrslita. Mikil spenna var fyrir úrslitaleiknum sem fór fram í Digranesi 14. mars síðastliðinn. Afturelding byrjaði leikinn af krafti og  leiddi framan af fyrstu hrinu leiksins. Hamar aftur á móti náði undir lok hrinunnar yfirhöndinni og vann með minnsta mun, 25-23 og tók 1-0 forystu í leiknum.

Í annari hrinu fóru Mosfellingar aftur vel af stað en hvorugt lið náði meira en eins stigs forystu frá  því stöðunni 12-11 þar til undir lokin. Hamar vann 26-24 og leiddi 2-0.

Þriðja hrinan fór vel af stað fyrir Hamarsmenn og spiluðu þeir af miklum krafti og náðu fjögurra stiga forystu sem Afturelding á móti tókst að minnka í eitt stig, 19-18.  En Hamarsmenn letu Mosfellingar ekki stöðva sig og unnu þriðju hrinuna 25-21 nokkur sannfærandi. Hamar vann leikinn 3-0 og tryggði sér Kjörísbikarmeistaratitillinn árið 2021.

Stigahæstur í liði Hamars var Wiktor Mielczarek með 21 stig og var hann jafnframt valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Það var frábært að fá að spila loksins aftur fyrir framan áhorfendur og var uppselt á leikinn og færri komust að en vildu.

Wiktor Mielczarek, bikarmeistari og maður leiksins.
Wiktor Mielczarek, bikarmeistari og maður leiksins.

Gaman er að segja frá því að tveir fyrrverandi Hamarsmenn leku með Aftureldingu, þeir Sebastian S. Meyer, miðjumaður og Sigþór Helgason dió. Sebastían er sonur Barböru Meyer, sem var á sínum tíma ein stofnenda blakdeildar Aftureldingar og sem er núverandi formaður  blakdeildar Hamars.

Þrátt fyrir að Hamarsmenn hafa sótt Kjörísbikarinn heim verður ekkert slakað á. Spiluðu þeir deildarleik seinasta sunnudag á Neskaupstað sem þeir unnu 3-0. Næsti leikur er heimaleikur núna á miðvikudaginn 24. mars klukkan 20.00 í Hveragerði á móti Þrótti Vogum. Hvetur Blakdeild Hamars ykkur öll til að mæta upp í stúku og sjá ríkjandi bikarmeistarana fara á kostum á blakvellinum.

-Blakdeild Hamars

Nýjar fréttir