-1.5 C
Selfoss

Verslunin Fresía opnar á Eyraveginum á Selfossi

Vinsælast

Verslunarflóran á Selfossi heldur áfram að eflast, en Guðný Björk Pálmadóttir, hönnuður og innahússráðgjafi, hefur opnað nýja verslun á Eyravegi 15 á Selfossi sem ber heitið Fresía. Guðný opnaði dyrnar að versluninni formlega þann 2. febrúar kl. 12. „Ég hef þegar fengið frábærar viðtökur og ég hlakka mikið til að kynnast Selfyssingum og öðrum nærsveitungum,“ segir Guðný.

Ákvað að láta drauminn rætast

„Undanfarin ár hef ég unnið að því að byggja upp mitt eigið vörumerki, Fabia Design. Þá hefur lengi blundað í mér að opna verslun þar sem ég gæti selt mínar eigin vörur,“ segir Guðný Björk. Guðný segir blaðamanni frá því að aldrei sé eins og rétti tíminn sé til að taka svona skref eins og að opna verslun. „Það var núna í enda árs 2020 sem dyrnar opnuðust fyrir þessu verkefni á ákvað að stökkva í að láta drauminn rætast.“ Fresía er gjafavöruverslun, en þar hefur Guðný einnig góða aðstöðu til þess að halda uppbyggingu á vörumerki sínu, Fabía, áfram.

Eitthvað öðruvísi í boði

Samkvæmt Guðnýju verður mikil áhersla lögð á að búa til rólegt og heimilislegt umhverfi í búðinni. Spurð um hvernig lýsa mætti versluninni í fáum orðum segir Guðný: „Það mætti segja að stíllinn sé skandinavískur bóhem stíll. Ég býð uppá vörur sem eru sérstakar og kannski smá öðruvísi. Þó eru einnig hefðbundir hlutir inná milli. Það er óhætt að segja að hér sé full verslun af hlutum til að fegra heimilið en hugmyndin er einnig að þú getir komið tekið með tilbúnar gjafir sem henta t.d. í matarboðið eða afmælisveisluna, segir Guðný að lokum.

Random Image

Nýjar fréttir