10 C
Selfoss

Bryndís í Lindinni á Selfossi fær þakkarviðurkenningu FKA

Vinsælast

Bryndís Brynjólfsdóttir stofnandi Lindarinnar tískuvöruverslunar á Selfossi hjlaut þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á dögunum. Við slógum á þráðinn til Bryndísar til að heyra viðbrögð hennar við verðlaununum. „Þegar maður fær svona viðurkenningu þá fyllist maður bara auðmýkt og þakklæti, það er ekki neitt annað hægt.“ Bryndís segist aðspurð síst hafa átt von á því að fá viðurkenningu fyrir störf sín. „Ég er bara þakklát og ánægð,“ segir Bryndís. Þá segir hún að það sé gott að geta verið öðrum fyrirmynd á einhvern hátt. „Það er gaman að geta sýnt í verki og vera fyrirmynd fyrir aðra að allt er hægt,“ segir Bryndís og skellir uppúr og segir: „Fyrst að þessi kerling gat þetta þá get ég gert þetta líka.“ Þegar talið berst að öllum árunum í rekstrinum er Bryndís ekki í vafa um að það sé hennar heppni að hafa gott fólk í kringum sig: „Maður hefur verið heppinn í rekstri, með gott starfsfólk og trygga viðskiptavini, á því byggir þetta allt saman,“ segir Bryndís að lokum.

Þessi kona er þverskurður af því sem skiptir máli í atvinnusköpun

Viðurkenningarhátíð FKA 2021 var með öðru sniði en áður og var sjónvarpað á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Veittar eru viðurkenningar í þremur flokkum, en Þakkarviðurkenning FKA er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu. Bryndís er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin en í umsögn dómnefndar kemur fram: „ Bryndís stofnaði verslunina Lindina árið 1974 og hefur starfað þar æ síðan og skapað atvinnutækifæri fyrir konur í heimabyggð Þetta var í kjölfarið á því að hagir hennar breyttust óvænt og foreldrar hennar ákváðu að selja Tryggvaskála, þar sem hún hafði starfað fram að því, ákvað hún bara að finna sína eigin leið til að hafa næga atvinnu. Þessi frábæra kona er þverskurður alls sem skiptir máli í atvinnusköpun. Hún er fyrirmynd, snjöll, áræðin, drífandi og þrautseig. Á þessum tímum er mikilvægt að vekja athygli á mikilvægi einkaframtaksins sem er án vafa það sem mun drífa þjóðina upp úr þeirri lægð sem nú ríkir á íslenskum atvinnumarkaði.“

Nýjar fréttir