4.7 C
Selfoss

Vinna við nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá miðar vel

Vinsælast

Áfram er unnið að því að byggja veglega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Staðsetning er skammt frá Þjófafossi við Búrfellsskóg. Lokið hefur verið við uppsteypu brúarstólpanna.

Landsvirkjun kostar framkvæmdina sem mótvægisaðgerð. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra. Lögð er áhersla á að brúin og aðkoma að henni falli snyrtilega inn í landslagið. Allt bendir til að brúin verði tilbúin til notkunar í júní næstkomandi.  Lengd brúarinnar er 102 metrar. Stöplar  eru steyptir, burðarbitarnir verða úr stáli. Límtrésbitar koma þar ofan á. Í brúargólfinu verður tvöfalt lag af timbri. Það er ánægjulegt að segja frá því að timburverkið er íslenskt og kemur úr Haukadalsskógi.

„Þetta mannvirki mun búa til nýja og skemmtilega tengingu milli Árnes- og Rangárvallasýslna. Vonir standa til að með því skapist nýjir möguleikar í ferðaþjónustu og afþreyingu. Svæðið sem um ræðir mun væntanlega taka á sig enn hlýlegri mynd á næstu árum sem skapast mun af vexti Búrfellsskógar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

 

Nýjar fréttir