3.4 C
Selfoss

Tveir fellar taka viðtal við Ólaf Darra

Vinsælast

Selfyssingarnir Óli Þorbjörn Guðbjartsson og Einar Ingi Ingvarsson eru stjórnendur hlaðvarpsins Tveir Fellar. Þeir gáfu út sinn fyrsta þátt í desember 2019 og hafa nú gefið út 25 þætti þar sem þeir spjalla saman um hitt og þetta og fá áhugaverða gesti til sín í viðtal. Drengirnir eru mjög ánægðir með árangurinn og reynsluna sem ferlið hefur veitt þeim. Þeir líta á viðtalsformið sem tæki til að víkka sjóndeildarhringinn og fá innsýn í fjölbreytileika mannlífsins. Drengirnir skera sig úr stórum hópi hlaðvarpa vegna ungs aldurs. Nýverið fékk hlaðvarpið Ólaf Darra Ólafsson leikara í viðtal. Skemmtilegt fannst drengjunum að sjá nýjar hliðar á leikaranum eins og t.d. að hann spilar tölvuleiki og er mikill Apple áhugamaður. Spjallað var um tilgang lífsins, skemmtilegar uppákomur á kvikmyndasettum og nýja fjölskyldumeðliminn hans, hundinn Vöfflu. Þegar drengirnir spurðu leikarann út í það hvenær hann hafi síðast orðið „starstruck“ yfir samstarfsaðila, þurfti Ólafur Darri ekki að hugsa sig tvisvar um: Jennifer Aniston. Rúnar Freyr Gunnarsson er aðstoðarmaður þáttarins og sér til þess að allt sé í topp standi við tökur. Hægt er að nálgast alla þætti hlaðvarpsins á öllum helstu hlaðvarpsveitum og í mynd á YouTube rásinni Tveir Fellar. Hægt er að komast í samband við þá á Instagramminu @tveirfellar.

 

Nýjar fréttir