7.3 C
Selfoss

Spennandi dagskrá hjá Ferðafélagi Árnesinga

Vinsælast

Ferðafélag Árnesinga er deild innan Ferðafélagi Íslands. Félagið stendur fyrir ferðum á tveggja til þriggja vikna fresti. Göngur þessar eru fjölbreyttar, oft verða fjöll hér í nágrenninu fyrir valinu og vegalengdir eru á bilinu 7 til 23 km.  Þannig geta allir fundið sér göngu við hæfi. Ferðirnar eru flokkaðar í erfiðleikastig, þ.e. frá einum skó upp í fjóra skó. Einn skór þýðir létt og stutt dagleið (4-6 klst.)  Mest gengið á sléttlendi. Tveir skór miðlungslangar dagleiðir (5-7  klst.) Oft í hæðóttu landi. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun. Þrír skór, þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun. Fjórir skór, aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun. Flestar ferðir félagsins í vetur, eins og sjá má hér fyrir neðan, eru merktar með tveimur skóm. Í vetrarferðum er nauðsynlegt að vera vel klæddur og muna að hafa með sér góða göngubrodda.

Félagið heldur úti heimasíðu (ffar.is) þar má finna ýmsar upplýsingar um félagið svo sem göngur ársins, útbúnaðarlist o.fl. Einnig eru við í félaginu virk á facebook. Ferðir okkar eru allar gjaldfrjálsar nema ef sameinast er í rútu, þá þarf að greiða fyrir farið. Markmið félagsins er að efla möguleika og virkni fólks á öllum aldri í gönguferðum og annarri útiveru.

Við sem höfum starfaði í þessum félagsskap erum sammála um að stemmingin sem skapast á fjöllum er einstök sem og vinskapurinn sem þar myndast. Við bjóðum alla velkomna í ferðir með okkur.

Kær kveðja frá stjórn FFÁR

Nýjar fréttir