6.7 C
Selfoss

Áhyggjur af raforku- og fjarskiptasambandi í Skaftárhreppi

Vinsælast

Þann 9. janúar sl. varð rafmagnslaust í Skaftárhreppi að hluta. Samkvæmt RARIK fór rafmagn af tveimur flutningslínum í kerfi Landsnets sem sjá svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur fyrir rafmagni. Þetta voru Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1. Rafmagnslaust varð því í stærstum hluta Skaftárhrepps, m.a. á Kirkjubæjarklaustri, Meðallandi og Síðu. Í bókun sveitarstjórnar kom fram að „Sveitarstjórn Skaftárhrepps lýsir áhyggjum sínum af þeim aðstæðum sem sköpuðust í rafmagnsleysi þann 9. janúar sl. þegar símasendar duttu út og stórt svæði í sveitarfélaginu var fjarskiptasambandslaust. Einhverjar varaflstöðvar eru komnar á svæðið í samræmi við svör til sveitarfélagsins frá framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar þann 12. október 2020. Ekki hefur þó enn verið gengið frá samningum um eða verkferlar ákveðnir við notkun varaaflstöðvanna. Sveitarstjórn Skaftárhrepps óskar því eftir fundi með forsvarsmönnum Neyðarlínunnar og skjótum viðbrögðum við gerð verkferla til að koma í veg fyrir að þessi staða endurtaki sig í framtíðinni.“

 

Nýjar fréttir