11.7 C
Selfoss

Hlakka til að þjónusta Sunnlendinga eins vel og hægt er

Vinsælast

Nýir eigendur tóku um áramótin við fyrirtækinu Fagform ehf á Selfossi. Hjónin Valur Stefánsson og Heiðbjört Haðardóttir hafa keypt reksturinn, en þau búa með þremur sonum sínum á Selfossi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt allt frá árinu 2002 og sérhæfir sig í skiltagerð t.d. vegskiltum, ljósaskiltum, merkingum. Þá eru m.a. ýmsar filmulausnir hjá fyrirtækinu t.d. gluggamerkingar, sandblástursfilmur og bílamerkingar.

Þau hjónin eru nú í óða önn við að kynna sér reksturinn, en Valur er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Áður vann Valur sem rekstrarstjóri hjá heildversluninni Innnes. „Í byrjun hefur verið nóg fyrir okkur að komast inn í reksturinn, kynnast viðskiptavinunum og starfsfólkinu sem fylgdi með rekstrinum sem er flott fagfólk hvert á sýnu sviði sem verður tilhlökkun að kynnast betur og vinna með,“ segir Valur. Valur segist spenntur fyrir því að kynnast sunnlendingum betur og þjónusta þá eins vel og hægt er. „Við erum með 25% afslátt í febrúar af sandblástursfilmum. Áhugasamir geta sent okkur tölvupóst í fagform@fagform.is eða hringt til okkar,“ segir Valur að lokum.

 

 

 

Nýjar fréttir