7.3 C
Selfoss

Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum eldra fólks

Vinsælast

Ríkisstjórn Íslands mismunar um 32 þúsund einstaklingum, sem fá greitt úr al-mannatryggingum vegna aldurs, um að fá enga desemberuppbót eins og allir aðrir hafa fengið, s.s. eins og til ríkisstarfsmanna og launþega, útlendinga, öryrkjar ofl. Það er ekki aðeins þessi mismunun  heldur flytja ráðherrar fram rök í ræðu og riti, vafalaust með hjálp sérfræðinga og embættismanna, um að vel hafi verið gert við þennan hóp og tilnefna þá gjarnan hækkun í milljónum á bótum og telja þá öryrkja með, án þess að nefna með fjölgun allra bótaþega.

Samanburður við önnur lönd og yfirtaka ríkisins á 34 þúsundum milljóna

Íslenska ríkið greiðir minnst allra ríkja innan OECD úr almannatryggingum til þessa fólks. Í skýrslum er því haldið fram að Ísland sé í miðjum hópi þessara landa, en þá er tekið mið af greiðslum lífeyrissjóða til fólksins, greiðslum sem það á og he-fur sjálft lagt til með sparnaði. Þessar greiðslur sem ríkið sparar sér með skerðingum á greiðslum almannatrygginga til um 32 þúsund einstaklinnga námu árið 2018 um 34 milljörðum.

Lækkun skatts og hækkun eða lækkun bóta

Við fjölgun skattþrepa fyrir ári síðan var því haldið fram að það væri gert til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu og útskýrt með rökum í ræðum og með myndum. Ekki var sagt frá því að í tillögunum var gert ráð fyrir lækkun á skattleysismörkum sem tók að mestu út þessi bættu kjör.

Ráðherrar hafa sagt að vel hafi verið komið til móts við eldra fólk með breytingum á almannatryggingum, sem mátti skilja að næðu til þessara 32 þúsund einstaklinga. Reyndin var sú, að þetta náði til um 800 manns, einkum þeirra sem komu erlendis frá.

Hækkun launa á þessu ári, sem komu 1. janúar 2020 voru reiknuð með óskiljanlegum hætti 3,6%, út frá einhverri  tilbúinni vísitölu ársins 2018, ekki launavísitölu þess árs. Í væntanlegum fjárlögum á að greiða sömu hækkun út frá hækkun einhverrar vísitölu árið 2019. Þessa hækkun á að greiða  mánaðarlega til þessa fólks frá almannatryggingum frá 1. janúar 2021!!!  Launin hækkuðu árið 2019 um a.m.k. 7% og laun hafa hækkað þetta ár um a.m.k. 10%, þannig að þessi hópur ber í þessari viðmiðun hækkun tveggja ára á móti 17% hækkun almenns launafólks af hærri launum. Þessi launagliðun hefur árlega átt sér stað í mörg ár og aldrei verið hugað að leiðréttingu.

Í boðuðum fjárlögum fyrir árið 2021 er sagt að bætur/laun almannatrygginga hækki til þessa fólks eins og annarra hópa um 2,5% að viðbættri áður nefndri 3,6% hækkun eða um 6,1% samtals og verði þá kr. 341.300.- á mánuði. Það er rangt, því aðeins þeir sem búa einir, eða um 10 þúsund manns, fá þessa hækkun með heimilisuppbótinni, sem þarna er talin með, – kr. 64.889.- á mánuði.

Hjóna og sambúðarfólk sem eru um 22 þúsund manns fá grunnbætur að upphæð kr. 256.789 á mánuði, sem með hækkuninni verður þá kr. 272.453 en ekki kr. 341.300.-

Ranglætið og skerðingarnar

Öll þessi málsmeðferð ber vott um ranglæti og mismunun. Kosningaloforð núve-randi og fyrrverandi stjórnarflokka um leiðréttingar hafa öll verið svikin. Vinstri stjórnin kom skerðingum og vinnuhamlandi aðgerðum þessa folks á eftir hrun. Næsta stjórn viðhélt þeim og núverandi einnig. Skerðingar og tekjumörk haf verið óbreytt í um 6 ár, þrátt fyrir hækkun allra annarra tekjuviðmiðana þessi ár. Það býr við 45% skerðingar á lögbundnum greiðslum almannatrygginga gagnvart fjármagnstekjum með lífeyrissjóðstekjum umfram kr. 25.000,- á mánuði  og samsvarandi skerðingu ef  fólkið vinnur sér til bjargar frá  fátækt umfram 100 þúsund kr á mánuði. Ef þetta fólk neyðist eða vill sér til samfélags og gleði vinna umfram þessi mörk, þá nema skerðingar með skatti um 80 % af launum þeirra.

     Halldór Gunnarsson, formaður kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

 

 

 

Nýjar fréttir