8.9 C
Selfoss

Eldvarnaátak 2020 í gegnum Teams

Vinsælast

Brunavarnir Árnessýslu heimsækja árlega alla grunnskóla innan sýslunnar á aðventunni. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur reynst erfitt að sækja skólana heim og vera með fræðsluna með hefðbundnum hætti. Þannig var ákveðið að boða bekkina á Teams fundi til þess að fara yfir efnið. Skemmst er frá því að segja að fræðslan hafi tekist vel þrátt fyrir allt. „Það eru tveir fundir búnir og að okkar mati hafa þeir tekist vel til.“

Fræðslan skilar sér beint inn á heimilin

Að mati BÁ skilar fræðslan sér beint inn á heimilin og hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir heimilisins. Þá eru bundnar vonir við að þrátt fyrir breytt fyrirkomulag verði það raunin að þessu sinni. Það er þó ekki einungis fræðsla fyrir börnin heldur fá þau glæsilegan sundpoka merkta slökkviliðinu ásamt bókinni um Loga og Glóð. Þá fengu allir nemendur skólanna endurskinsmerki sem vonandi nýtast vel í skammdeginu. Rétt er að benda á að heilmikið fræðsluefni má finna á heimasíðu BÁ; babubabu.is. Það helsta sem þarf að hafa í lagi eru reykskynjarar, slökkvitæki og flóttaleiðir. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar séu í lagi með prófunum, slökkvitæki séu í lagi með því að kanna ástand þeirra, og ákveða, kenna og jafnvel æfa flóttaleiðir á heimilinu, þannig að allt heimilisfólk kunni þær upp á sína tíu.

Nýjar fréttir