9.5 C
Selfoss

Jólatónleikar hjá Hljómlistarfélagi Ölfuss

Vinsælast

Hljómlistafélag Ölfuss stendur fyrir jólatónleikum þar sem áhorfendur geta notið þess að horfa 13 ólík atriði í beinu streymi föstudagskvöldið 18. desember. Hljómlistafélagið stóð fyrir streymistónleikum í nóvember sem tókust einstaklega vel, enda fagmenn í öllum tæknilegu störfum og mikið af hæfileikaríku fólki sem kom fram. Það er alveg víst að Jólatónleikarnir verða ekki síðri.

Tónleikarnir eru liður í fjáröflun sem Hljómlistafélagið stendur fyrir þar sem það undirbýr uppbyggingu á æfinga- og upptökuaðstöðu í Þorlákshöfn. Sú aðstaða verður nýtt af meðlimum í Hljómlistafélagi Ölfuss sem stefnir einnig að því að halda námskeið fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem vilja ýmist spila í hljómsveit, læra að taka upp tónlist og fleira.

Fyrirkomulag tónleikanna er þannig að hægt er að kaupa aðgang á tix.is (best að fara í gegnum viðburðinn Jólatónleikar Hljómlistafélags Ölfuss á facebook) á 2000 kr. sem gildir þá fyrir hvert heimili. Ef fólk vill leggja meira fjármagn í söfnunina er hægt að bæta við fleiri miðum og hækka þannig upphæðina.

Allur aðgangseyrinn rennur óskiptur í söfnunina þar sem allir sem að tónleikunum koma gefa sína vinnu.

Nýjar fréttir