10 C
Selfoss

Falin perla í Laxalæk á Selfossi

Vinsælast

Það eru ekki margir sem vita að það leynist falin perla fyrir alla fagurkera á Selfossi, nánar tiltekið í Laxalæk 36 þar sem EM heima gallerí er til húsa. Það eru hjónin María Ólafsdóttir og Eggert Kristinsson sem búa til alla listmuni sem þar er að finna, en eins og nafnið gefur til kynna er galleríið heima hjá þeim.

Í galleríinu má finna mikið úrval af allskyns leirmunum, myndlist og skartgripum og er óhætt að segja að sjón sé sögu ríkari. Þau taka vel á móti öllum þeim sem vilja koma í galleríið og eru búin að vera með opið hús alla laugardaga á aðventunni og verða einnig með opið hús nú síðasta laugardaginn fyrir jól, 19. desember frá kl. 13-18. Einnig er hægt að hafa samband við þau til þess að fá að koma á öðrum tímum, bæði í gegnum facebook síðuna EM heima gallerí og í síma 6946677. Það er alveg víst að þarna er að finna mikið af einstökum jólagjöfum.

Nýjar fréttir